Flott múv, en tekst þetta?
26.4.2007 | 22:59
Milestone virðist vera alveg rosalega flott félag, fara inn og út úr félögum með hrikalega flottum gengishagnaði.
En tekst þeim þetta? Undirritaður kann ekki útlensku, hvað þá sænsku, en skv. tilkynningunni er ekki annað að skilja en að kaupverðið á B-bréfunum sé 230. Bréfin á hinn bóginn hækkuðu um tæp 24% í dag og enduðu yfir tilboðsverðinu, í 231,5 og fóru hæst í 232,5. Er einhver að safna bréfum þarna á hærra verði, eða eru þeir sjálfir að kaupa?
Hæpið að þeir séu sjálfir að kaupa, svo hugsanlega eru einhverjir til í að kaupa Invik á hærra verði. Gott ef TM átti ekki um 5% hlut þarna, kannski þeir hafi selt Milestone sinn hlut? Spyr sá sem ekki veit.
En hvenær fara Skandinavar að átta sig á því að íslendingar eru að kaupa þessi helstu tryggingafélög þarna? Sampo í Finnlandi, Storebrand í Noregi og nú Invalda í Svíþjóð, er eitthvað til þarna í Danmörku? Örugglega.
Það er allavega stemning fyrir tryggingafélögum hjá Íslenskum fjárfestum, hvort þeir séu að elta skottið á hverjum öðrum eða ekki, er vonlaust að vita, en þetta hlýtur að vekja athygli. Nema þetta séu svona miklir snillingar?
Innilega vona ég það.
Milestone kaupir sænskt fjármálafyrirtæki fyrir 70 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1275
26.4.2007 | 22:34
Orðið á götunni er að Citi Group, stærsti banki í heimi, hafi verið að gefa út verðmat á Kaupþingi nú undir kvöld. Verðmatið mun vera 1275 og Strong Buy.
Algjörlega óskiljanlegt að þeir hafi lækkað um tæp 2% við þetta uppgjör. En það verður kátt í höllinni á morgun.
Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tap af Tabi?
25.3.2007 | 18:16
TaB af markaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Rally" á morgun í Evrópu og Asíu
21.3.2007 | 23:47
Markaðurinn tók skilaboðum Bernanke vel í Bandaríkjunum í dag og markaðurinn hækkaði.
Ef ekkert annað gerist verður gaman að eiga hlutabréf á morgun víða um heim. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir heimsmarkaðina. Spái Evrópu upp almennt um c.a. 1,5% á morgun, trúlega þó eitthvað hærra á nýmörkuðunum (e. emerging markets).
Hafði í það minnsta rétt fyrir mér í síðustu færslu um að það væri kauptækifæri víða. Vonandi hefur einhver nýtt sér það.
Bandarísk hlutabréf hækkuðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kaupa þegar allir selja, selja þegar allir kaupa
14.3.2007 | 13:11
Svona hreyfingar á mörkuðum heimsins geta skapað mikil tækifæri fyrir þá sem vilja kaupa lágt og selja hátt. Engin fundamental breyting hefur orðið á rekstri fyrirtækja sem hafa kannski verið að lækka um 20% síðustu 2 vikur. Það verður þó alltaf overreaction í bæði hækkunum og lækkunum, og það er líklega það sem er að gerast núna.
Er þá ekki rétt að kaupa núna og selja þegar allt lagast aftur?
Óróleiki á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum hefur víðtæk áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góður mánudagur framundan
24.2.2007 | 19:01
Líklega ekki óvarlegt að áætla að næstu daga muni markaðurinn taka vel við sér. Bankarnir gætu auðveldlega hækkað um 10% næstu daga.
Þessar fréttir eru alveg frábærar fyrir bankana, sem og viðskiptavini þeirra.
Moody´s breytir langtímalánshæfiseinkunn Glitnis, Landsbanka og Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leiðrétting í spilunum?
17.2.2007 | 22:35
Líklegt er að við förum að sjá leiðréttingu á íslenska markaðnum. Hækkunin er búin að vera fullsnörp.
Leiðréttingin kemur líklega á næstu vikum. Breytir því ekki að stemningin kemur fljótlega aftur.
Endum árið líklega með úrvalsvísitöluna hátt yfir 8000 stigum.
Lítil breyting á Úrvalsvísitölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ábendingar fyrir kosningar?
14.2.2007 | 18:37
Það er áhugavert að skoða þetta með tilliti til stefnumála stjórnmálaflokkanna.
Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir ættu þá sýst að vera til þess fallnir að bæta aðstæður í hagkerfinu og styðja við frekari vöxt þess horft fram á veginn.
- Eftir því sem undirritaður veit best vill hvorugur draga úr stuðningi við landbúnað. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa þó verið tilbúin að skoða þetta.
- Allir flokkarnir vilja auka menntun, en líklega voru það stjórnarandstöðuflokkarnir sem börðust gegn styttingu grunnskólans.
- Í fljótu bragði sé ég ekki að neinn vilji aflétta hömlum á eignarétti erlendra aðila í sjávarútvegi og orkuiðnaði. Stjórnarandstaðan hefur ekki viljað sjá Landsvirkjun einkavædda en aðrir virðast ekki hafa viljað fullyrða neitt.
- Í það minnsta Framsóknarmenn og Vinstri grænir hafa viljað standa vörð um Íbúðalánasjóð, svo ekki er líklegt að hugmyndum OECD verði tekið fagnandi þar.
- Allir keppast hinsvegar um að auka útgjöld hins opinbera.
OECD vill minni stuðning við landbúnað en meiri við menntun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spámenn á ferð?
13.2.2007 | 20:56
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er bara byrjunin
10.2.2007 | 00:34
Þó svo að Úrvalsvísitalan hafi hækkað mikið frá áramótum, er ljóst að hún er rétt að byrja. Kaupþing hækkaði mikið ásamt Landsbankanum sem á sér ýmsar skýringar. Atlantic Petrolium er á hinn bóginn eins og DeCode Genetics, hækkar og lækkar eftir vindáttinni, enda félög sem borin eru upp af væntingum en ekki hagnaði og veltan á markaði sáralítil.
Varðandi Landsbankann, þá er fjármögnunarstrúktur hans orðinn líklega betri en hinna viðskiptabankanna þriggja. Þeir nefnilega eru farnir að bjóða upp á hagstæð innlán erlendis, Bretlandi nánar tiltekið. Það er að breyta öllu fjármögnunarumhverfi bankans, svo vel gæti farið að hann yrði færður upp um flokk (e. upgrade) hjá einhverjum af erlendu greiningaraðilunum. Jafnvel gætu þeir uppfært þessa stórkostlegu vöru sína, IceSave upp á önnur lönd.
Ég myndi ekki selja Landsbankann mikið undir genginu 35, sem er um 10% hækkun frá núverandi gengi.
Kaupþing (e. Káptíng) er síðan kapituli útaf fyrir sig. Það er verið að selja hluti í bankanum á útsölu. Hér verða ekki lagðar fram neinar ástæður fyrir því, enda þær alls ókunnar. Það er ekkert að því að kaupa þennan banka á genginu 1200 - hvað þá tæplega 1000. Ef tölurnar eruð skoðaðar, kemur þetta í ljós.
Meira síðar.
Nýtt met úrvalsvísitölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |