Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Stórfeldur peningaútflutningur

Það er mjög athyglisvert að horfa á fjármálamarkaðina á Íslandi í dag. Hvað má túlka út úr þessu útboði? Jú, það er ýmislegt.

  • Íslenska ríkið getur fjármagnað sig á meira en  4% undir Reibor og meira en 3% undir stýrivöxtum Seðlabankans í íslenskum krónum til skamms tíma. Skuldatryggingaálagið endurspeglast engan veginn í þessu, þvert á móti. Það er trúlega ekkert ríki í heiminum að fá fjármagn á viðlíka kjörum.
  • Útlendingar, segjum Evrópubúar, geta keypt þessi bréf á þessari ávöxtunarkröfu fyrir milljarða, keypt krónur en með swap samningi selt krónurnar framvirkt til t.d. 1 mánaðar í senn og fengið þannig milli 10% og 12% ávöxtun á evrurnar sínar. Ástæðan er sú að það er enginn vaxtamunur á hinum svokallaða swap-markaði. Fyrir um þremur og hálfum mánuði varð ekki lengur vaxtamunur á þessum markaði, sem helgast að því að bankarnir vilja ekki láta lausafé sitt í erlendum myntum af hendi. Með engum vaxtamun á þessum markaði er í raun ekki vaxtamunur milli Íslands og útlanda. Þannig stendur ríkið í raun fyrir stórfeldum peningaútflutningi í skjóli hárra vaxta. Með þessu móti er halli á svokölluðum þáttatekjum í viðskiptajöfnuði Íslands við útlönd. Þó svo að vöruskiptahallinn minnki og verði jafnvel að vöruskiptaafgangi, þá munu þessir peningaútflutningar ríkisins vega þar upp á móti svo viðskiptahallinn verður enn til staðar. Segjum sem svo að eðlilegt ástandi komi upp á þessum swapmarkaði, þá bara hætta þessir erlendu kaupendur að gera þessi swap og hagnast enn meira, þá í gegnum styrkingu krónunnar. Loose loose situation fyrir þáttatekjurnar.
  • Innlendar fjármálastofnanir sem eru aðalmiðlarar á ríkisverðbréfum fá þó sitthvað fyrir sinn snúð. Þær geta selt ríkisbréf fyrir 5 til 7 milljarða sem þær fá að láni og keypt innstæðubréf Seðlabankans í staðin á um 15,5% ávöxtun. Fengið þannig milli 5% og 3% vaxtamun nánast án áhættu - í það minnsta á stystu ríkisbréfaflokkana. Segjum að vaxtamunurinn sé 4% á 6 milljarða, er þetta áhættulaus ávöxtun á 240 milljónir fyrir hverja stofnun.

Skuldabréfamarkaðurinn er nokkur flóknari en hlutabréfamarkaðurinn við fyrstu sýn. Trúlega er hann samt einfaldari, þegar öllu er á botninn hvolft.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband