Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Flott múv, en tekst þetta?
26.4.2007 | 22:59
Milestone virðist vera alveg rosalega flott félag, fara inn og út úr félögum með hrikalega flottum gengishagnaði.
En tekst þeim þetta? Undirritaður kann ekki útlensku, hvað þá sænsku, en skv. tilkynningunni er ekki annað að skilja en að kaupverðið á B-bréfunum sé 230. Bréfin á hinn bóginn hækkuðu um tæp 24% í dag og enduðu yfir tilboðsverðinu, í 231,5 og fóru hæst í 232,5. Er einhver að safna bréfum þarna á hærra verði, eða eru þeir sjálfir að kaupa?
Hæpið að þeir séu sjálfir að kaupa, svo hugsanlega eru einhverjir til í að kaupa Invik á hærra verði. Gott ef TM átti ekki um 5% hlut þarna, kannski þeir hafi selt Milestone sinn hlut? Spyr sá sem ekki veit.
En hvenær fara Skandinavar að átta sig á því að íslendingar eru að kaupa þessi helstu tryggingafélög þarna? Sampo í Finnlandi, Storebrand í Noregi og nú Invalda í Svíþjóð, er eitthvað til þarna í Danmörku? Örugglega.
Það er allavega stemning fyrir tryggingafélögum hjá Íslenskum fjárfestum, hvort þeir séu að elta skottið á hverjum öðrum eða ekki, er vonlaust að vita, en þetta hlýtur að vekja athygli. Nema þetta séu svona miklir snillingar?
Innilega vona ég það.
Milestone kaupir sænskt fjármálafyrirtæki fyrir 70 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1275
26.4.2007 | 22:34
Orðið á götunni er að Citi Group, stærsti banki í heimi, hafi verið að gefa út verðmat á Kaupþingi nú undir kvöld. Verðmatið mun vera 1275 og Strong Buy.
Algjörlega óskiljanlegt að þeir hafi lækkað um tæp 2% við þetta uppgjör. En það verður kátt í höllinni á morgun.
Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |