Skelfileg tíðindi
27.11.2008 | 20:37
Það eru flestir sérfræðingar sammála um það að með því að gefa gengi krónunnar frjálst, myndi hún veikjast í nokkra mánuði en koma til baka sterkari en hún er nú til hagsbóta við skuldir heimilanna. Með öðrum orðum að það komi stutt högg sem síðan lagast hratt - að aðlögun efnahagslífsins verði hröð og þannig nýttir kostir þess að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil.
Með þessu frumvarpi á að halda krónunni veikri áfram auk þess sem enn er minnkaður trúverðugleiki hennar. Í stað þess að útlendingar t.d. kaupi krónur til að kaupa sér einhverjar af fjölmörgu tómu fasteignum landsins, þá er það of mikil áhætta því hugsanlega næðu þeir aldrei að selja húsnæðið aftur eftir að krónan styrkist.
Enn einu sinni er versta mögulega leiðin farin við stjórn efnahagsmála.
![]() |
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |