Spron gjaldþrota?
21.11.2008 | 21:23
Samkvæmt uppgjöri Spron 30. júní sl. átti sparisjóðurinn 6.255 milljónir í Exista. Sá hlutur er nú einskis virði.
Samkvæmt sama uppgjöri var eigið fé sjóðsins 13.474 milljónir.
Samkvæmt meðfylgjandi frétt nemur tap sama sparisjóðs á því að taka peningamarkaðssjóð sinn (sem var ekki lítið auglýstur) yfir, um 8 milljörðum.
Eigið fé sjóðsins er því orðið neikvætt sem nemur um einum milljarði króna.
Að auki hefur sparisjóðurinn vafalaust lánað eitthvað með veði í verðbréfum sem nú eru verðlaus, í það minnsta með veði í eigin bréfum skv. eigin frétt. Hugsanlega átt einhver hlutabréf í öðrum félögum, þó erfitt sé að segja. Þess utan hafa þeir verið sterkir á einstaklingsmarkaði, auglýst grimmt útlán til sumarhúsakaupa, brúðkaupslán, að ógleymdum fasteigna og bílalánum. Þá má ekki gleyma dótturfélagi sparisjóðsins, Frjálsa fjárfestingarbankanum sem lánar eingöngu nánast til fasteignaverkefna.
Það er leitt að sjá hve illa þessu annars ágæta fyrirtæki hefur verið stjórnað.
Verðlítil skuldabréf í peningamarkaðssjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |