Ábendingar fyrir kosningar?

Það er áhugavert að skoða þetta með tilliti til stefnumála stjórnmálaflokkanna.

Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir  ættu þá sýst að vera til þess fallnir að bæta aðstæður í hagkerfinu og styðja við frekari vöxt þess horft fram á veginn.

  1. Eftir því sem undirritaður veit best vill hvorugur draga úr stuðningi við landbúnað. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa þó verið tilbúin að skoða þetta.
  2. Allir flokkarnir vilja auka menntun, en líklega voru það stjórnarandstöðuflokkarnir sem börðust gegn styttingu grunnskólans.
  3. Í fljótu bragði sé ég ekki að neinn vilji aflétta hömlum á eignarétti erlendra aðila í sjávarútvegi og orkuiðnaði. Stjórnarandstaðan hefur ekki viljað sjá Landsvirkjun einkavædda en aðrir virðast ekki hafa viljað fullyrða neitt.
  4. Í það minnsta Framsóknarmenn og Vinstri grænir hafa viljað standa vörð um Íbúðalánasjóð, svo ekki er líklegt að hugmyndum OECD verði tekið fagnandi þar.
  5. Allir keppast hinsvegar um að auka útgjöld hins opinbera.
Þetta er skrifað með fyrirvara um Samfylkinguna. Það er stundum ekki gott að sjá stefnu þess flokks.
mbl.is OECD vill minni stuðning við landbúnað en meiri við menntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband