Ábendingar fyrir kosningar?
14.2.2007 | 18:37
Það er áhugavert að skoða þetta með tilliti til stefnumála stjórnmálaflokkanna.
Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir ættu þá sýst að vera til þess fallnir að bæta aðstæður í hagkerfinu og styðja við frekari vöxt þess horft fram á veginn.
- Eftir því sem undirritaður veit best vill hvorugur draga úr stuðningi við landbúnað. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa þó verið tilbúin að skoða þetta.
- Allir flokkarnir vilja auka menntun, en líklega voru það stjórnarandstöðuflokkarnir sem börðust gegn styttingu grunnskólans.
- Í fljótu bragði sé ég ekki að neinn vilji aflétta hömlum á eignarétti erlendra aðila í sjávarútvegi og orkuiðnaði. Stjórnarandstaðan hefur ekki viljað sjá Landsvirkjun einkavædda en aðrir virðast ekki hafa viljað fullyrða neitt.
- Í það minnsta Framsóknarmenn og Vinstri grænir hafa viljað standa vörð um Íbúðalánasjóð, svo ekki er líklegt að hugmyndum OECD verði tekið fagnandi þar.
- Allir keppast hinsvegar um að auka útgjöld hins opinbera.
OECD vill minni stuðning við landbúnað en meiri við menntun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |