Þetta er bara byrjunin

Þó svo að Úrvalsvísitalan hafi hækkað mikið frá áramótum, er ljóst að hún er rétt að byrja. Kaupþing hækkaði mikið ásamt Landsbankanum sem á sér ýmsar skýringar. Atlantic Petrolium er á hinn bóginn eins og DeCode Genetics, hækkar og lækkar eftir vindáttinni, enda félög sem borin eru upp af væntingum en ekki hagnaði og veltan á markaði sáralítil.

Varðandi Landsbankann, þá er fjármögnunarstrúktur hans orðinn líklega betri en hinna viðskiptabankanna þriggja. Þeir nefnilega eru farnir að bjóða upp á hagstæð innlán erlendis, Bretlandi nánar tiltekið. Það er að breyta öllu fjármögnunarumhverfi bankans, svo vel gæti farið að hann yrði færður upp um flokk (e. upgrade) hjá einhverjum af erlendu greiningaraðilunum. Jafnvel gætu þeir uppfært þessa stórkostlegu vöru sína, IceSave upp á önnur lönd.

Ég myndi ekki selja Landsbankann mikið undir genginu 35, sem er um 10% hækkun frá núverandi gengi.

Kaupþing (e. Káptíng) er síðan kapituli útaf fyrir sig. Það er verið að selja hluti í bankanum á útsölu. Hér verða ekki lagðar fram neinar ástæður fyrir því, enda þær alls ókunnar. Það er ekkert að því að kaupa þennan banka á genginu 1200 - hvað þá tæplega 1000. Ef tölurnar eruð skoðaðar, kemur þetta í ljós.

Meira síðar. 


mbl.is Nýtt met úrvalsvísitölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband