Færsluflokkur: Dægurmál
Skelfileg tíðindi
27.11.2008 | 20:37
Það eru flestir sérfræðingar sammála um það að með því að gefa gengi krónunnar frjálst, myndi hún veikjast í nokkra mánuði en koma til baka sterkari en hún er nú til hagsbóta við skuldir heimilanna. Með öðrum orðum að það komi stutt högg sem síðan lagast hratt - að aðlögun efnahagslífsins verði hröð og þannig nýttir kostir þess að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil.
Með þessu frumvarpi á að halda krónunni veikri áfram auk þess sem enn er minnkaður trúverðugleiki hennar. Í stað þess að útlendingar t.d. kaupi krónur til að kaupa sér einhverjar af fjölmörgu tómu fasteignum landsins, þá er það of mikil áhætta því hugsanlega næðu þeir aldrei að selja húsnæðið aftur eftir að krónan styrkist.
Enn einu sinni er versta mögulega leiðin farin við stjórn efnahagsmála.
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Erfitt að fara í skaðabótamál við gjaldþrota ríki
22.11.2008 | 17:05
Það er ljóst að íslenska ríkið og hluthafar a.m.k. Kaupþings þurfa að hafa hraðar hendur í komandi málsókn sinni á hendur Bretum.
Það er ekki mikið af hafa út úr gjaldþrota ríki...
Bretland sömu leið og Ísland? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spron gjaldþrota?
21.11.2008 | 21:23
Samkvæmt uppgjöri Spron 30. júní sl. átti sparisjóðurinn 6.255 milljónir í Exista. Sá hlutur er nú einskis virði.
Samkvæmt sama uppgjöri var eigið fé sjóðsins 13.474 milljónir.
Samkvæmt meðfylgjandi frétt nemur tap sama sparisjóðs á því að taka peningamarkaðssjóð sinn (sem var ekki lítið auglýstur) yfir, um 8 milljörðum.
Eigið fé sjóðsins er því orðið neikvætt sem nemur um einum milljarði króna.
Að auki hefur sparisjóðurinn vafalaust lánað eitthvað með veði í verðbréfum sem nú eru verðlaus, í það minnsta með veði í eigin bréfum skv. eigin frétt. Hugsanlega átt einhver hlutabréf í öðrum félögum, þó erfitt sé að segja. Þess utan hafa þeir verið sterkir á einstaklingsmarkaði, auglýst grimmt útlán til sumarhúsakaupa, brúðkaupslán, að ógleymdum fasteigna og bílalánum. Þá má ekki gleyma dótturfélagi sparisjóðsins, Frjálsa fjárfestingarbankanum sem lánar eingöngu nánast til fasteignaverkefna.
Það er leitt að sjá hve illa þessu annars ágæta fyrirtæki hefur verið stjórnað.
Verðlítil skuldabréf í peningamarkaðssjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Setjum krónuna á gullfót
16.11.2008 | 15:50
Nú er lag, nota lánið frá IMF til að kaupa gull og setja þannig krónuna á gullfót. Með tímanum myndi krónan styrkjast, verðbólgan yrði engin sem auðveldar bæði endurgreiðslur IMF lánsins og endurgreiðslur allra skulda íslenskra einstaklinga og fyrirtækja.
Traust og trúverðugleiki krónunnar yrði mjög mikill og við kæmumst hratt út úr þeim þrengingum sem nú blasa við. Innan fárra ára yrðum við ríkasta þjóð í heimi.
Ávísun á risagjaldþrot ef lán fæst ekki frá IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
What?!
15.11.2008 | 19:52
Efnahagsreikningur fyrirtækja skiptist í eignir og skuldir, eigið féð er munurinn þarna á milli. Það þarf að meta eignirnar fyrir hvert uppgjör. Því skiptir augljóslega ekki máli í hvaða mynt félögin gera upp, ef allt er gert rétt kemur sama niðurstaða út.
Svo hvað á maðurinn við?
Ársreikningar verði í evrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til að tryggja að þau fari á hausinn?
15.11.2008 | 19:48
Verði þessi listi gerður opinber er ljóst að þau fjármálafyrirtæki sem lenda á þessum lista fara mjög fljótlega á hausinn. Enginn mun vilja lána þessum fjármálafyrirtækjum og það kemur áhlaup á þau. Áhættustýringar í öðrum bönkum munu banna lán til þeirra sem leiðir loks til gjaldþrota.
Ljósi punkturinn er að íslensku bankarnir eru þegar fallnir, svo þeir lenda ekki á þessum lista.
Listi yfir hættulegustu fjármálafyrirtækin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skortsala er mikilvæg
20.9.2008 | 21:53
Gefum okkur það að skortsala hefði alla tíð verið við lýði hér á landi. Þá hefði aldrei verið jafn mikið stökk á hlutabréfum hér á landi.
Það hefði dempað uppsveifluna sem var hér t.d. á síðasta ári.
Skortsala er afar mikilvæg til að dempa sveiflur. Ísland er lýsandi dæmi um það.
Vill liðka fyrir skortsölu hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stórfeldur peningaútflutningur
26.6.2008 | 23:05
Það er mjög athyglisvert að horfa á fjármálamarkaðina á Íslandi í dag. Hvað má túlka út úr þessu útboði? Jú, það er ýmislegt.
- Íslenska ríkið getur fjármagnað sig á meira en 4% undir Reibor og meira en 3% undir stýrivöxtum Seðlabankans í íslenskum krónum til skamms tíma. Skuldatryggingaálagið endurspeglast engan veginn í þessu, þvert á móti. Það er trúlega ekkert ríki í heiminum að fá fjármagn á viðlíka kjörum.
- Útlendingar, segjum Evrópubúar, geta keypt þessi bréf á þessari ávöxtunarkröfu fyrir milljarða, keypt krónur en með swap samningi selt krónurnar framvirkt til t.d. 1 mánaðar í senn og fengið þannig milli 10% og 12% ávöxtun á evrurnar sínar. Ástæðan er sú að það er enginn vaxtamunur á hinum svokallaða swap-markaði. Fyrir um þremur og hálfum mánuði varð ekki lengur vaxtamunur á þessum markaði, sem helgast að því að bankarnir vilja ekki láta lausafé sitt í erlendum myntum af hendi. Með engum vaxtamun á þessum markaði er í raun ekki vaxtamunur milli Íslands og útlanda. Þannig stendur ríkið í raun fyrir stórfeldum peningaútflutningi í skjóli hárra vaxta. Með þessu móti er halli á svokölluðum þáttatekjum í viðskiptajöfnuði Íslands við útlönd. Þó svo að vöruskiptahallinn minnki og verði jafnvel að vöruskiptaafgangi, þá munu þessir peningaútflutningar ríkisins vega þar upp á móti svo viðskiptahallinn verður enn til staðar. Segjum sem svo að eðlilegt ástandi komi upp á þessum swapmarkaði, þá bara hætta þessir erlendu kaupendur að gera þessi swap og hagnast enn meira, þá í gegnum styrkingu krónunnar. Loose loose situation fyrir þáttatekjurnar.
- Innlendar fjármálastofnanir sem eru aðalmiðlarar á ríkisverðbréfum fá þó sitthvað fyrir sinn snúð. Þær geta selt ríkisbréf fyrir 5 til 7 milljarða sem þær fá að láni og keypt innstæðubréf Seðlabankans í staðin á um 15,5% ávöxtun. Fengið þannig milli 5% og 3% vaxtamun nánast án áhættu - í það minnsta á stystu ríkisbréfaflokkana. Segjum að vaxtamunurinn sé 4% á 6 milljarða, er þetta áhættulaus ávöxtun á 240 milljónir fyrir hverja stofnun.
Skuldabréfamarkaðurinn er nokkur flóknari en hlutabréfamarkaðurinn við fyrstu sýn. Trúlega er hann samt einfaldari, þegar öllu er á botninn hvolft.
Flott múv, en tekst þetta?
26.4.2007 | 22:59
Milestone virðist vera alveg rosalega flott félag, fara inn og út úr félögum með hrikalega flottum gengishagnaði.
En tekst þeim þetta? Undirritaður kann ekki útlensku, hvað þá sænsku, en skv. tilkynningunni er ekki annað að skilja en að kaupverðið á B-bréfunum sé 230. Bréfin á hinn bóginn hækkuðu um tæp 24% í dag og enduðu yfir tilboðsverðinu, í 231,5 og fóru hæst í 232,5. Er einhver að safna bréfum þarna á hærra verði, eða eru þeir sjálfir að kaupa?
Hæpið að þeir séu sjálfir að kaupa, svo hugsanlega eru einhverjir til í að kaupa Invik á hærra verði. Gott ef TM átti ekki um 5% hlut þarna, kannski þeir hafi selt Milestone sinn hlut? Spyr sá sem ekki veit.
En hvenær fara Skandinavar að átta sig á því að íslendingar eru að kaupa þessi helstu tryggingafélög þarna? Sampo í Finnlandi, Storebrand í Noregi og nú Invalda í Svíþjóð, er eitthvað til þarna í Danmörku? Örugglega.
Það er allavega stemning fyrir tryggingafélögum hjá Íslenskum fjárfestum, hvort þeir séu að elta skottið á hverjum öðrum eða ekki, er vonlaust að vita, en þetta hlýtur að vekja athygli. Nema þetta séu svona miklir snillingar?
Innilega vona ég það.
Milestone kaupir sænskt fjármálafyrirtæki fyrir 70 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1275
26.4.2007 | 22:34
Orðið á götunni er að Citi Group, stærsti banki í heimi, hafi verið að gefa út verðmat á Kaupþingi nú undir kvöld. Verðmatið mun vera 1275 og Strong Buy.
Algjörlega óskiljanlegt að þeir hafi lækkað um tæp 2% við þetta uppgjör. En það verður kátt í höllinni á morgun.
Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |