Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Misskilningur þeirra sem ætla að lögsækja Landsbankann
29.11.2008 | 23:34
Það hefur gætt töluverðs misskilnings varðandi þessi mál öll.
Í fyrsta lagi er um annan lögaðila að ræða, en gamla Landsbanka Íslands. Um er að ræða sérstakt rekstrarfélag um þessa peningamarkaðssjóði. Það hefur lítið upp á sig að lögsækja Landsbankann, enda rekur rekstrarfélagið þessa sjóði.
Það að hafa ákveðið að kaupa í sjóði sem gæfi hærri ávöxtun en venjulegar bankabækur er augljóslega meiri áhætta. Það er elsta trickið í bókinni. Allir vita það, eða eiga að vita, að það er ekkert ókeypis. Ef það væri áhættulaust að kaupa í einhverju sem gæfi jafn háa ávöxtun og peningamarkaðssjóðirnir gáfu, væri augljóst að fólk ætti að taka lán til að kaupa í þessu til að hirða vaxtamuninn. Það er auðvitað aldrei raunin. Því þarf fólk að átta sig á því að í áhættu felst hætta á að tapa. Sú varð raunin.
Raunar er það svo að bankarnir hafa verið að láta hlutdeildarhafa þessara sjóða hafa alltof mikið uppúr krafsinu og það á kostnað skattborgara. Skattborgarar hafa þegar greitt þessum fjármagnseigendum sem ákváðu að taka meiri áhættu með því festa fé sitt í þessum sjóðum í stað þess að leggja féð inn á bankabækur, um 200 milljarða. Þvílíkt vanþakklælti sem þessir fjármagnseigendur eru að sýna skattgreiðendum landsins með því að krefjast þess að fá meira!
Í fullkomnum heimi hefðu hlutdeildarhafar peningamarkaðssjóða þessara gömlu banka átt að fá um 20 til 40 prósent af því sem í þá var lagt. Þá hefði allt verið rétt gert og skattborgarar ekki þurft að blæða, eins og Viðskiptaráðherra ákvað.
Á hinn bóginn hefði þetta fólk getað lögsótt starfsfólkið sem seldi þeim það að kaupa í þessum sjóðum, allt upp í bankastjórnendur og bankaráðsmenn bankanna. Það væri rétt.
Svo má benda á að flestir gömlu bankanna eru komnir í greiðslustöðvun, svo það má ekki lögsækja þá. Líklega er bara tímaspursmál hvenær einmitt Landsbankinn fer í greiðslustöðvun.
![]() |
Hóta aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Long time - no see!
20.9.2008 | 21:35
Síðuhöfundar hafa verið í útlöndum að læra útlensku síðustu misseri. Útlenska er erfitt tungumál að læra. Það er svo fjölbreytt tungumál!
Tímarnir hafa breyst upp á síðkastið - ekki bara á Íslandi - heldur líka í útlöndum.
Framundan eru færslur um allan fjandan - svona þegar menn ná áttum eftir útlenskunámið í útlöndum.